43. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 31. mars 2023 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir (RAMV) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:02

Bjarni Jónsson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) 712. mál - hafnalög Kl. 09:03
Framsögumaður málsins, Halla Signý Kristjánsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

3) 390. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:20
Framsögumaður málsins, Halla Signý Kristjánsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga framsögumanns um að málið yrði afgreitt frá nefndinni var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Orra Páli Jóhannssyni og Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur. Viðar Eggertsson og Andrés Ingi Jónsson sátu hjá við afgreiðsluna.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Orri Páll Jóhannsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.

Andrés Ingi Jónsson boðaði sérálit.

4) 889. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:25
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

Nefndin ræddi málið.

5) 896. mál - Innheimtustofnun sveitarfélaga Kl. 09:32
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 912. mál - náttúruvernd Kl. 09:33
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 09:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:36